Bjarnasynir með geggjaðan urriða.

Veiði hófst í Laxá í Mývatnsveit í morgun. Veiðin fór afar vel af stað. Lokatölur dagsins liggja ekki fyrir, en við getum gefið nokkuð góða hugmynd um hvernig allt fór. Við höfum fengið að fylgjast með Bjarna Júlíussyni og sonum hans, sem að öllu jöfnu eru í opnun á svæðinu. Bjarni hafði þetta að segja um daginn:

Einn 55 cm úr Hlounni í Vörðuflóa. Mynd Bjarni Júl.

„Frábær veiði. Bræðurnir Hafþór Bjarni og Sigurjón Bjarni með 55cm úr Geirastaðaskurði. Fengum 6 í Hofstaðaey í morgun. Komnir með 20 á hálfri eftirmiðdagsvakt. Vel haldinn fiskur. Gengið vel í Geldingaey og Geirastöðum. Mjög vel. 30 í morgun á 2 stangir í Geirastaðalandi. Rólegt á neðri svæðum en samt gott.“