
Sjóbirtingsveiði hefur víðast verið mjög góð á þessu rysjótta vori, en veiði á staðbundnum silungi tekur oft síðar við sér. Sá veðiskapur hefur þó verið að taka við sér að undanförnu enda hefur hlýnað talsvert frá því sem var i aprílbyrjun. T.d. hefur bleikja gefið sig hressilega í Soginu, helst að frést hafi þaðan úr Ásgarði.
Á FB síðu Lax-ár sem hefur með svæðið að gera, kemur fram að síðustu dagar hafi verið gjöfulir og bleikjan sem veiðist sé að vanda rígvæn, mikið 3til 6 að því er menn skjóta á, enda er flestum ef ekki öllum fiski sleppt þarna. Eitthvað hefur sést af sjóbirtingi og mest veiðist þetta með púpum í andstreymisveiði.
Eigi langt unda er Iceland Outfitters með svæði Laugardalshóla og Austureyjar 1 í Hólaá á leigu. Hólaá rennur úr Laugarvatni og sameinast Hagaósi sem kemur örstuttur úr Apavatni. Saman falla árnar í Brúará. Skv upplýsingum frá IO hefur veiði verið góð í Hólaá og ágætist ástundum eftir að hlýna tók. Segja þau Stefán og Harpa sem reka IO að veiði hafi yfirleitt verið góð í vor, oft að veiðast 5 til 20 fiskar á dag. Góð stærð og meira af urriða en bleikju. Það jafnast þó út er líður meira inn á sumarið.
Talandi um Brúará, þá hefur VoV haft spurnir af góðum skotum bæði fyrir landi Sels og Spóastaða. Bleikjar þar er einnig mjög væn að jafnaði.