Guðmundur heitir þessi kappi, með algjöran drjóla úr Miðfjarðará. Þeir eru farnir að taka lit höfðingjarnir. Myndina fundum við á FB síðu MIðfjarðarár.

Vikutölur angling.is varpa enn og aftur ljósi á hvar og hvernig skilyrðin hafa hagað sér. Sums staðar virðist vera þó nokkur slatti af laxi, en á vestanverðu landinu er ekki útlit fyrir að sjáist hvað árnar eiga inni fyrr en það flóðrignir þegar haustar. Ef að það gerist. Þar er eitthvað af laxi, en ástandið er afar slæmt í vatnsbúskap eins og verið hefur í allt sumar.

Eystri Rangá er sem fyrr með lang hæstu heildartöluna, en Selá er sú áin í landinu sem er viku eftir viku með lang hæstu meðalveiðina á stöng. Í fyrra var ljómandi bati í Selá eftir nokkur mögur ár, áin fór þá í 1340 laxa og vantar nú aðeins 173 laxa til að jafna það. Þar sem ekkert lát hefur verið á góðri veiði í Selá er ekki djarfmannlegt að spá því að hún fari vel yfir tölu síðasta árs. Mismunurinn munar litlu og á vikuveiði í ánni nú. Þá er Norðausturhornið allt, frá Sléttu og til Vopnafjarðar í góðu standi. Jökla var lengi vel með í þeim pakka, en þar er yfirfallið enn í algleymi eins og sjá má af vikutölu hennar hér að neðan.

Það vantar óvenjulega margar ár í kvöld, kannski að stemmingin fyrir því að birta tölur sums staðar sé dvínandi, en í allt sumar hefur aldrei vantað svo margar ár um miðnæturbilið. Við höfum raðað listanum upp eins og hann lítur út og merkt við vikugamlar tölur. Þessi listi gæti því átt eftir að breytast eitthvað, en aðallega þó þegar neðar dregur í hann.

Fjórar ár hafa nú rofið þúsund laxa múrinn og aðeins ein komin yfir 2000. Í fyrra telst okkur til að 12 laxveiðiár hafi náð fjögurra stafa tölu, en vandséð að þær verði fleiri en fjórar þetta sumarið. En tíminn verður að leiða það í ljós, í það minnsta þyrfti að koma til sprengihaust í einhverjum ám sem eiga eitthvað inni.

Eins og svo oft í sumar þá er Borgarfjörðurinn afar daufur, en Þverá/Kjarrá gat einhvern vegin hysjað sig í 119 laxa viku, sem er hennar besta í sumar. Athygli þar á bæ vekur einnig að það er allt í einu farið að veiðast á Brennunni líka, síðustu tvær vikurnar þar hafa gefið 61 lax á meðan fjórar vikur þar á undan gáfu einungis 6 laxa.

Hér kemur svo listinn eins og hann leit út núna rétt fyrir miðnætti. Við fylgjumst síðan með og setjum þær sem vantar inn jafn óðum og tölur úr þeim birtast. Að venju er fremsta talan heildartalan til þessa og næsta tala veiði síðustu viku. Í svigunum koma síðan fyrri vikuveiðitölur þannig að menn geta séð stíganda, hníganda eða stöðugleika. Það er sem fyrr sorglegt að sjá ástandið í mörgum af þekktustu ám okkar, en á móti kemur að víða hefur veiði verið góð.

 

Eystri Rangá      2556 – 240 (493 – 474 – 166 – 557 – 281 – 170 -142 – 63)

Selá í Vopn         1167 – 165 (208 – 188 – 232 – 170 – 142 – 46 -16)

Ytri Rangá           1106 – 112 (217 – 147 – 161 – 166 – 127 – 71 – 36 )

Miðfjarðará         1091 – 107  (217 – 120 – 154 – 186 -105 – 84 -55 – 39 – 24)

Urriðafoss           729 – 14 (10 – 25 – 44 – 58 – 75 – 108 – 63 – 72)

Þverá/Kjarrá        651 – 119 (62 – 49 – 66 – 104 – 111 – 62 – 17)

Laxá á Ásum        566 – 64  (144 – 83 – 73 – 94 – 54 – 36 – 12)

Blanda                  572 – 11  (20 – 61 – 155 – 60 – 90 – 40 – 25 – 25 – 31)

Hofsá í Vopn        533 – 73 (68 – 67 – 93 – 106 – 72 – 37 – 13 – 4)

Haffjarðará           487 – 52  (87 – 46 – 46 – 71 -52  – 42  – 51)

Elliðaárnar           443 – 31  (22 – 39 – 48 – 66 -84 – 72  – 81 – 45)

Laxá í Aðaldal      396 – 50  (51 – 37  – 61 – 42 – 44 – 26 )

Jökla                     336 – 6   (10 – 83 – 100 – 76 – 28 – 33 – 14)

Norðurá                 335 – 71 (23  – 16 – 41 – 77 – 24 – 28 – 26 -18 – 4)

Grímsá                  368 – 36   (18 – 53 – 51 – 61 -55 – 28 – 35 – 21)

Svalbarðsá            352 – 60   (69 – 48 – 36 – 42 – 59 – 22)

Skjálfandafljót      290 – 50  (89 – 20 – 39 – 27-12-36)

Vatnsdalsá            283 – 26  (24 – 38 – 44 – 57 – 22 – 21 – 8 )

Víðidalsá              276 – 44  (34 – 30 – 35 – 31 -45 – 21 – 16 )

Langá                    276 – 28 (13 – 37 – 50 – 16 – 21 – 12)

Hafralónsá            263 – 41   (27 – 34 – 29 – 57 – 65 )

Laxá í Dölum       221 – 50   (39 – 38 – 36 – 14 – 16 – 20 – 6)

Hrútafjarðará       215 – 52  (43 – 18 – 52 – 20 – 16 – 4 – 12)

Laxá í Leirársv.    185 – 16   (23 – 20 – 30 – 41 – 18 – 15)

Brennan               165 – 37   (24 – 0 -1 – 1 – 4 – 15 – 14 -39 – 19 – 35)

Affall                    158 – 21 (21 – 26 – 38 – 41 – 1 – 5)

Deildará               151 – 20 (18 – 29 – 19 – 23 – 18 – 14 -5)

Hítará                   153 – 3  (23 – 37 – 33 – 6 – 9 – 16 – 17 – 11)

Flókadalsá           141 – 7   (9 – 9 – 16 – 22 – 20 – 25 – 33 – 16)

Haukadalsá          140 – 27  (20 – 4 – 24 – 12 – 11 -6)

Laxá í Kjós          132 – 11  (18 – 20 – 8 – 12 – 21 – 17 – 19)

Fnjóská                127 – 18  (11 – 29 – 13 – 16 – 10 – 12 – 11 – 5)

Ölfusá                  120 – 7    (8 – 4 – 21 – 12 – 26 – 23 – 12)

 

Enn eru nokkrar vel þekktar ár sem enn hafa ekki brotist yfir hundraða laxa múrinn, t.d. Úlfarsá 92, Langholt í Hvítá 81, Stóra Laxá 75 og Straumar í Hvítá 79, svo einhverjar séu nefndar. Annars geta lesendur séð meira til á www.angling.is