Þingvallavatn, Villigavatnsós
Glæsilegur urriði. Mynd fishpartner.com

Það eru alltaf tilfrærslur í veiðileyfasölu, veida.is hefur verið að færa sig upp á skaftið síðustu ár og hefur nú bætt við sig skrautfjöðrum, Svartá í Skagafirði er nýjasta viðbótin.

Svartá í Skagafirði er frekar lítið þekkt, en er efri hluti Húseyjarkvíslar í Skagafirði, sem er vel þekkt lax- og sjóbirtitnsveiðiá. Göngufiskur kemst að Reykjafossi sem er ekki fær þrátt fyrir laxastiga. Hann var mislukkaður og gerir lítið fyrir svæðið. En ofan stigans heitir áin Svartá og þar er góður stofn af vænum urriða. Um tíma voru Einar Falur Ingólfsson og Sigurður Árni Sigurðsson með þetta svæði bæði á leigu ásamt fleirum  og í gjörgæslu og rannsóknum. Um tíma datt það út en er komið aftur inn hjá veida.is. VoV getur vottað að þetta er geggjað veiðisvæði, fjölbreytt, fallegt og vænn fiskur….