Almennt er talað um líflega byrjun laxveiðivertíðarinnar, en er við skoðuðum veiðitölur á angling.is og bárum saman við sama tíma í fyrra kemur í ljós að af tólf aflahæstu ánum til þessa er aðeins ein með meiri veiði en í fyrra og ein til viðbótar er á pari við tölu sína frá sama tíma í fyrra. Aðrar eru lakari, sumar hverjar töluvert lakari. Aðrar minna.
Þetta árið miðar angling.is við 20.6, en í fyrra var sambærilegur athugunardagur 21.6. Aðeins einn dagur getur ekki breytt miklu um niðurstöðuna. Við rennum nú í tólf hæstu árnar á angling.is og birtum töluna frá 20.6. Í sviganum er síðan tala síðasta sumars og loks plus-mínus munurinn á milli ára:
Urriðafoss 278 (305) -27
Þverá/Kjarrá 238 (256) -18
Norðurá 175 (233) -58
Blanda 118 (126) -8
Miðfjarðará 95 (170) -75
Haffjarðará 75 (76) -1
Laxá í Kjós 36 (31) plus 5
Grímsá 20 (121) -101
Langá 20 (38) -18
Elliðaárnar 20 (34) -14
Laxá á Ásum 19 (25) -25
Ytri Rangá 18 (45) -27
Það er náttúrulega lítið búið af vertíðinni og komi flottar smálaxagöngur getur allt breyst hratt. Það verður að segjast að skilyrði hafa alls ekki verið sérlega góð. Mikið vatn og kalt.
Þá verður að segjast eins og er, að all nokkrar af mínusánum eru varla með marktæka minnkun á milli ára, t.d. má nefna Blöndu og Haffjarðará.
Þá skal það tekið sérstaklega fram að Gímsá lítur verst út og það á þær skýringar að frá 2017 var ekki til sambærileg tala nema frá 28.6 eða 8 dögum eftir viðmiðunartölu hinna ána. Grímsá gæti því rétt verulega úr kútnum og ber að skoða útkomu hennar hér í því samhengi.










