Henrik Mortensen
Henrik Mortensen er einn flinkasti flugukasti sem fyrirfinnst og enn og aftur fá íslenskir fluguveiðimenn að njóta þekkingar hans.

Flugukastsnillingurinn Henrik Mortensen er að koma til landsins eina ferðina enn í samstarfi við IO Veiðileyfi (Harpa og Stefán). Að venju kennir hann fluguköst og kynnir í leiðinni stangarlínu sína Salmologic.

Samkvæmt upplýsingum frá Hörpu og Stefáni þá er vel sótt í námskeiðin sem fyrr, en þau fara fram 10 til 12.mai, eitt á dag en þau standa yfir í fjórar klukkustundir hvert. Enn eru laus pláss en þeim fækkar hratt. Með Henrik að þessu sinni verður samstarfsmaður hans Thomas Thaarup sem einnig kann eitt og annað fyrir sér í vísindunum. Þau Harpa og Stefán leggja áherslu á að geta þess að það er breytt staðsetning frá fyrri heimsóknum Henriks, áður hefur hann sýnt snilli sína á Miklatúni, en að þessu sinni fer kennslan fram hjá skrifstofum SVFR við rafstöðvarhúsin í Elliðaárdal.