Stærsti lax sem við höfum frétt af á þessari vertíð veiddist í Vatnsdalsá í morgun. Reyndist þar vera á ferðinni 103 cm hængur.
Enn hafa slíkir laxar ekki veiðst í Laxá í Aðaldal og það stærsta sem við teljum okkur hafa frétt af enn sem komið er var 102 cm lax sem veiddist í Norðurá. 99 cm hrygna veiddist í Kjarrá og Vatnsdalsá, en stærri höfðum við ekki heyrt af fyrr en nú. Laxinn veiddist í Birgishyl sem er nokkuð langt inni á dal. Veiðimaður var Þorbjörn Helgi Þórðarson, sem er öllum hnútum kunnur í Vatnsdalsá….
            
		









