Þó að dæmi séu um fína veiði hér og þar, þá er meginlínan að veiðimenn takast á við afar erfið skilyrði. Fish Partner er með nokkur svæði í Þingvallavatni og flestar helstu perlurnar í Vestur Skaftafellssýslu. Við heyrðum aftur í Sindra Hlíðari.
„Þingvellir óveiðandi. Frosið á Kárastöðum og ísrek við Villingavatnsárós. Villingavatn half frosið en náðum tveim þar áðan. Erfitt í Vestur Skaftafellssýslu. Mikið vatn og ísrek.“ Svo mörg voru þau orð og við má bæta að við heyrðum einnig utan að okkur að svipaða sögu væri að segja frá Tungulæk í Landbroti. Flóð og ísrek. En miðað við veðrið síðustu daga og veðurspá fyrir komandi daga má ætla að skilyrði batni dag frá degi.










