
Veiði hófst með miklum ágætum í Litluá í Kelduhverfi 1.apríl s.l. Veður hafði snarbatnað, skilyrði góð og mikið af fiski á svæðinu.

Í fréttatilkynningu á FB síði Litluár segir m.a.: -Veðrið lék við veiðimenn við Litluá í Kelduhverfi á opnunardegi. Góð veiði og gott hljóð í opnunarhollinu. Við Litluá þarf ekki að hafa áhyggjur af klakaburði í ánni eins og víða þar sem áin nýtur náttúrulegra volgra uppsprettna við upptök og leggur því aldrei.“
Síðan er haft eftir Hauki Jónssyni, einn þeirra sem opnaði ána: „78 fiskar á fyrsta degi, langmest staðbundinn urriði en nokkrir sjóbirtingar og bleikjur. Stærð á fiskum allt frá 45 cm en mest í kringum 60 og rétt yfir. Stærstu fiskar 70, 71 og 81 cm. Flestir fiskar vel haldnir en slápar inná milli. Veður gott, 5-9 stiga hiti yfir hádaginn, skýjað fyrri part en léttskýjað seinni part og tók að blása nokkuð duglega seinni partinn. Allir glaðir.“