Fljótaá fer fyrr af stað en venjulega

Silungapúpa í kjaftviki 79 cm hrygnu.

Laxveiði í Fljótaá hefur byrjað vel og vonum framar. Það er að segja með laxinn. Bleikjan er hins vegar á undanhaldi.

Það er víða fallegt við Fljótaá
Stórbleikju landað á Möngubrotsvaði.„Þetta er í raun besta byrjun á laxveiði síðan að ég kom að ég kom að umsjón með Fljótaá fyrir 16-17 árum. Hins vegar er bleikjan greinilega á undanhaldi. Áður veiddi hún sig nánast sjálf hér áður, en nú þurfa menn að hafa fyrir henni. Hún er þarna  en það er minna af henni. Þetta er sama sagan um allt land með bleikjuna, en góðar fréttir með laxinn,“ sagði Vigfús Orrason í samtali við VoV í kvöld. Hann var þá nýbúinn að landa 79 cm hrygnu sem tók örsmáa silungapúpu. Alls sagði Vigfús 11 laxa vera skráða en taldi fleiri vera óskráða.