Hilmar Hansson með glæsilegan vorlax úr Svalbarðsá.

Veiði hófst í Svalbarðsá í Þistilfirði þann 1.júlí, leigutakarnir tóku fyrstu vaktirnar frá fyrir sig, en svo kom holl númer tvö, Hilmar Hansson og félagar og við hleruðum Hilmar.

Smáflugur voru málið.

„Þetta var frábært þarna í Svalbarðsá. Opnunin var 3 laxar og svo hefur komið stór ganga því við fengum 16 laxa. Allt tveggja ára riosalega vel haldin lax. Uppí 95 cm langa. Vatnið var frekar mikið eins og í Sandá um daginn en við vorum sami hópur þar saman, Ingólfur Davíð og Daði þorsteins. Þetta eru svo miklir minkar þessir strákar og frábært að veiða með þeim. Við hnýtum allir sjálfir og notum eingöngu flugur sem við höfum hannað og hnýtt sem er mjög skemtilegt og notum alltaf smáar flugur. Stærsta flugan sem við tókum þessa fiska á var nr 10 og niður í 14. Ég veiði mest á tvíkrækjur en félagarnir nær eingöngu á einkrækjur þannig að það er mjög gaman að eiga við svona nýja og stóra fiska á svona pöddur. Ég var að veiða Svalbarðsá í fyrsta skiptið og verð að segja það þessi á er perla, hún renndi sér beint inní æðakerfið á mér. Ég hef veitt hinar árnar í firðinum áður og fer næst í Hafralónsá 12-15 júlí“