Feðgarnir Stenán og Matthías með glæsilegan hæng.

Óhætt er að segja að laxveiðin fari vel af stað vertíðina 2020, en nú rétt fyrir kvöldmat var búið að landa 14 löxum úr Urriðafossi í Þjórs, en þar hefur fyrsta opnunin verið hin síðari ár.

Komið að löndun í Urriðafossi í morgun. Myndir eru allar frá IO.

 

Matthías Stefánsson með öfluga nýrunna hrygnu.

Nær allt var þetta stór og fallegur tveggja ára fiskur, en athygli vakti þó í morgun að einn smálax var í aflanum. Spáð hefur verið góðum smálaxagöngum á komandi sumri og að slíkur fiskur veiðist svo snemma er oftar en ekki undanfarið góðra gangna.

Veiðifélagar með væna hrygnu í morgun.
Stefán Sigurðsson með dæmigerðar vorlax ur Urriðafossi.

Þjórsá var mikilúðleg og fremur erfið viðureignar í dag, en á móti kemur að laxinn liggur ekki langt frá landi aö öllu jöfnu. All nokkrir dagar eru síðan að fyrstu fiskarnir sáust í ánni, þessi öfluga byrjun kemur því tæplega á óvart. Verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála næstu daga, en svo byrja þær hver af annarri, Blanda og Norðurá næstar.