Eldislax
Útlitið, étnir uggar og alles.

Fréttablaðið hefur greint frá því að lax sem veiddist í Eyjafjarðará fyrir fáum dögum beri öll merki þess að vera úr sjókvíaeldi. Hann er með étna ugga, samgróninga í kviði eftir bólusetningu og fleira mætti telja. Þeim fjölgar sem sagt og hætt er við að orð fiskifræðinga á dögunum, þegar eldislax veiddist í Vatnsdalsá, um að það sem við værum að sjá væri toppurinn á ísjakanum, séu sannleikurinn.

Eldislax
Útlitið leynir sér ekki.

Myndirnar fengum við að láni af vef Fréttablaðsins. Útlitið leynir sér ekki og haft er eftir Guðna Guðbergssyni hjá Hafró að næstum öruggt sé að um eldislax sé að ræða. Hann var jafnframt vongóður um að erfðarannsókn gæti leitt til uppruna laxins.Þetta er annar eldislaxinn sem veiðist í Eyjafjarðará í sumar, einnig hafa slíkir komið fram í Vatnsdalsá og ám á Vestfjörðum, m.a. Laugardalsá.