Stærsti „smálax“ allra tíma?

Hér eru dönsku feðgarnir með "eins árs" laxinn í vor.

Í vor veiddist stærsti lax sem veiðst hefur á flugu í Danmörku. Var þar um að ræða 130 cm hæng sem vigtaði 21 kg, eða heil 42 pund.  Aflestur á hreistri leiddi merkileg tíðindi í ljós.

Laxinn veiddu saman feðgarnir Jesper og Niels Rohde Ottesen í ánni Omme, sem er hliðará Skjern. Á FB síðu sem heitir Salmon Fishing Club er nú ný færsla þar sem fram kemur að búið sé að lesa úr hreistursýni af laxinum. Laxinn reyndist vera 6 ára gamall og var hann að ganga í heimaána sína í fyrsta sinn. Samkvæmt íslenskum veruleika þá mætti segja að þetta sé dæmigert æviskeið hjá smálaxi, eða það sem við köllum oft „eins árs lax“. Sýnir líklegast svart á hvítu við hversu ólíkar aðstæður danskir og íslenskir laxar búa við.