Eins og við gátum um í síðustu frétt, þá leiddi SVFR stóra hjörð tilboðsgjafa með það sem kalla má sprengitilboð. Hér kemur listi tilboðsgjafa, tölurnar og nokkur komment, enda er þetta útboð nokkuð athyglisvert, svo ekki sé meira sagt.

Sem fyrr segir er SVFR lang hæst, 35 milljónir á ári til fimm ára, alls 175.000.000 krónur, sem er 17.500.000 krónum hærra en næsta boð. Áður en við heyrum í nokkrum kunnáttumönnum í bransanum, skulum við líta á lista tilboðsgjafa og hvað þeir buðu, en útboð Straumfjarðarár er eitt hið athyglisverðara hin seinni ár, enda hefur fyrri leigutaki, Snasi ehf, haft ána á leigu um langt árabil.

SVFR                              175.000.000

Björn Björnsson              157.500.000

FHD Ehf                         154.500.000

Fish Partner                    152.500.000

Búð Ehf                           146.400.000

Hreggnasi                        145.988.000

Agnar                              143.000.000

Óstofnað félag        140.700.000

Gamma                            137.500.000

Magnús Hafliðason            133.000.000

XZ 321                             132.000.000

XZ 321                             130.000.000

Icelandic Flyfishermen       127.500.000

Lax-á                                123.500.000

Veiðislóð og VoV var með nokkra viðmælendur í samantekt á þessum gögnum. Öllum þótti risaboð SVFR með nokkrum ólíkindum og nokkuð „í anda 2007“ eins og einn komst að orði. Einn sagði: „Fyrir hvert ár er þetta tíu mílljónum yfir því verði sem fyrrum leigutakar greiddu og náðu ekki að halda utanum. Og þetta er samanlagt 51.500.00 krónum hærra heldur en tilboðið sem er neðst.“

Annar sagði: „Þetta tilboð er skrýtið. Samkvæmt einföldum útreikningum þá verður meðalverð stangardags með þessum tölum ríflega 102þúsund krónur. Þá er þjónustan eftir.“