Árnar Staðarhólsá og Hvolsá eiga sameiginlegan ós og koma til sjávar í Gilsfirði, nánar tiltekið í Salthólmavík. Þessar ár eru gjarnan nefndar í saman, enda mynda þær sameiginlega, eitt veiðisvæði.
Þegar ekið er að sunnan, norður í Gilsfjörð, komum við fyrst að Hvolsá sem í raun eru þrjár ár, Svínadalsá en Vestfjarðavegur kemur niður í Svínadal frá Hvammsfirði. Brekkuá sameinast svo Svínadalsánni við bæinn Fremri-Brekku og stuttu norðar bætist svo Húsaá við en hún sameinast Svínadalsánni, rétt ofan brúarinnar heim að Hvítadalsbæjunum. Þar fyrir neðan nefnist áin svo Hvolsá og er um 9 km. löng.
Staðahólsá kemur að uppistöðunni til úr Hvammsdal en ásamt Hvammsdalsá er lækur eða lítil á úr svonefndu Traðardalsgili sem sameinast Hvammsánni við Kjarlaksvelli. Eftir það nefnist áni Staðarhólsá og er hún laxgeng upp að fossi sem er skammt ofan við áðurnefndan bæ.
Veiðihúsið stendur við Vesturlandsveg. Það nefnist Ársel og er á hægri hönd, skammt neðan brúnarinnar að Hvítadalsbæjunum, þegar ekið er norður í áttina að Gilsfjarðarbrúnni. Þetta er ágætlega búið veiðihús með svafnaðstöðu fyrir átta manns í fjórum herbergjum.
Lónið, sameiginlegur ós Staðahólsár og Hvolsár

Það er hinn sameiginlegi ós, svokallað Lón, sem við ætlum að fjalla um hér, ekki almennt um veiði í ánum tveimur og til þess að komast að því er best að aka norður dalinn. Beygt er til vinstri við Hótel Skriðuland og ekið sem leið liggur vestur að afleggjara heim að bænum Ásum. Þar er tekin hægri beygja og síðan fyrsti afleggjari til hægri, niður að Lóninu. Þar hefur verið reistur varnargarður og eru steyptir stólpar sitt hvoru megin sem hjálpa veiðimanninum að sjá hvort fiskur er á svæðinu. Þar myndast því dágóður strengur á aðfalli og nokkuð veiðilegt brot á útfalli.
Aðfallið

Á aðfallinu myndast strengur við þrenginuna á garðinum og liggur hann um 200 m. inn í lónið. Sjóbirtingur, bleikja og lax kemur þá upp í lónið og okkar reynsla var sú að laxinn var utan í strengnum, beggja megin og frekast sáum við hann nálægt stólpunum við þrenginguna eða skammt neðan við hann. Birtingurinn var að sýna sig víðar og segja má að hann hafi verið að stökkva frá því að straumurinn byrjaði að sljákka og um 50 til 100 m. inn eftir lóninu. Bleikjan hélt sig á rólega vatninu og virtist vera á ferðinni. Meira urðum við þó varir við hana við vesturbakkann og eftir því sem hækkaði í lóninu, því innar urðum við varir. VoV var á ferðinni í september 2016 og þá var talsvert af sjóbirtingi, frekar smáum þó, að stökkva á aðfallinu. Einnig sást einstaka lax en bleikjan var ekki mikið að sýna sig.
Það var þó bleikja sem tók hjá okkur þetta kvöld og hún tók á rólega vatninu, vestan við strenginn. Veitt var af bakkanum á grunnu vatni. Það var BB eða Breiðdalsbleikjubaninn frá Súdda sem gerði gæfumuninn. Og að þessu sinni dugði ekki að strippa hratt, heldur lögurhægt, eiginlega bara þannig að flugan færi ekki í botn. Þarna náðust þrjár bleikur og og eitthvað svipað tapaðist.

Þó nokkuð var líka um sjóbirting. Hann stökk talsvert en vildi ekki líta við þeim flugum sem boðnar voru.
Botninn í Lóninu er dæmigerður fyrir leirur af þessum toga, sleipur og með grjótum inni á milli, sem geta verið varasöm þegar vaðið er. Einnig eru skvompur eða litlar holur þar sem dýpi er meira. Því er ráðlagt að vaða mjög varlega, sérlega ef farið er austur yfir. Þá er best að hafa það hugfast að lónið fyllist á tiltölulega skömmum tíma og leiðin sú sem menn komu, er ekki endilega fær til baka. Þetta fengum við að reyna en sá sem þetta ritar, óð yfir álinn, skömmu eftir að byrjaði að falla að. Nokkuð var af bleikju þar sem ekki náðist að kasta á frá vesturbakkanum. Eftir nokkra stund hafði hækkað mikið í en veiðiáhuginn var svo mikill að því var engin eftirtekt veitt. Það þurfti því að ganga upp með lóninu að austan, inn með því og yfir þar sem árnar komu út, til þess að komast til baka að bílnum. Þá hafði hækkað svo mikið í að steinar og leirur sem áður höfðu staðið upp úr voru nú á bólakafi.
Útfallið
Aðstæður á útfalli eru með allt öðrum hætti. Fallegt brot myndast við þrenginguna þar sem fellur úr lóninu. Þar fyrir ofan var talsvert af laxi og sjóbirtingi en nokkuð auðvelt var að sjá fiskinn þaðan sem við stóðum. Á tímabili stökk bæði lax og sjóbirtingur þarna en ekkert var að sjá af bleikju. Gullfallegt veður var þarna í morgnsárið og mikill spenningur í mönnum
 Við byrjuðum að kasta frá vesturbakkanum, þar sem bleikjan hafði verið að taka kvöldið áður. Ekkert urðum við varir þar, þrátt fyrir að ýmsar flugur væru  prófaðar. Þarna er moldarbakki, nokkuð troðinn og greinilegt að veiðimenn sumarsins höfðu reynt fyrir sér á þessum stað. Grjótin sem við sáum kvöldið áður fara á kaf, voru en á kafi en fljótlega byrjaði að móta fyrir þeim. Eftir því sem lækkaði meira í lóninu, æstist leikurinn við útfallið.
Við byrjuðum að kasta frá vesturbakkanum, þar sem bleikjan hafði verið að taka kvöldið áður. Ekkert urðum við varir þar, þrátt fyrir að ýmsar flugur væru  prófaðar. Þarna er moldarbakki, nokkuð troðinn og greinilegt að veiðimenn sumarsins höfðu reynt fyrir sér á þessum stað. Grjótin sem við sáum kvöldið áður fara á kaf, voru en á kafi en fljótlega byrjaði að móta fyrir þeim. Eftir því sem lækkaði meira í lóninu, æstist leikurinn við útfallið.

Færðum okkur fljótlega alveg niður að útfallinu. Það talsvert magn af fiski þarna, bæði lax og sjóbirtingur.
Ekki leið á löngu þar til fyrsti fiskurinn tók. Þetta var lax sem lá ofan í rennu, hér um bil í miðjum straumnum, fallegur smálax sem við komum strax auga á. Vkiðureignininni við þennan fisk lauk með því að við lönduðum. Hann reyndist hann vera 53 cm langur, rauðleitur en mökklúsugur, eins og sjá má af myndinni hér að neðan.
Lax stökk nú orðið nær hinum bakkanum og straumurinn jókst stöðugt eftir því sem lækkaði í lóninu. Erfitt var að koma flugunni þannig fyrir fiskinn að hún fengi sæmilegt rek en lokst tókst það og annar lax tók. Sá losaði sig fljótlega af og við sáum hvar hann kom aftur niður í strauminn og lagðist aftur, nánast á sama stað og hann tók.

Nú lækkaði skart í lóninu og laxarnir byrjuðu að sýna sig ofar. Einnig sáum við sjóbirting bæra á sér í strengnum neðan við. Það var að sjálfsögðu reynt að egna fyrir hann en án árangurs.

Þessu morgunævintýri lauk svo með því að ríflega 70 cm lax náðist svo undir lok vaktarinnar. Hann tók alveg í straumjaðrinum, ögn ofar, eða innar í lóninu, því eftir sem lækkaði meira var auðveldara að koma flugunni yfir strenginn.
Þessir september dagar í Staðahólsá og Hvolsá voru afar ánægjulegir. Aðbúnaður er til fyrirmyndar, húsið í fínu standi og talsvert líf í lóninu. Efri áin var hins vegar ekkert sérlega spennandi þar sem miklir þurrkar höfðu verið áður en við komum og þvú mjög lágt vatn í ánni. Það sáum við greinilega á þeim veiðistöðum sem við heimsóttum. Þar var hverngi neitt að sjá, hvorki bleikju, lax né sjóbirting.
Þetta vatnasvæði er samt sem áður þannig að þar er alltaf hægt að veiða, lónið sér til þess. Þá er einnig leyfilegt að nota annað agn en flugu sem gefur svæðinu líka annan sjarma og gerir svæðið fjölskylduvænna er ella þar sem ungum veiðimönnum og konum leyfist að notað maðk.
 
             
		











