
Þetta laxveiðismunar er ekki alveg glatað. Fór rólega af stað, vantaði stórlaxinn sem allir vissu að yrði lítið um. En nú er straumur og það er að ganga lax og fyrir skemmstu var annar straumur og þá var líka að ganga lax. Sjáum hvað setur, víðast hvar er nóg að gera þótt þetta verði ekki risasumar.


Norðuráin er kannski hástökkvarinn, var með 980 laxa í fyrra en komin með 911 núna eftir 370 laxa viku. Ekki slæmt á þessum síðustu og verstu. En Eystri er kannski flottari. Eftir rólega byrjun fór veiðin úr 319 í 864 laxa, og Ytri er að taka við sér líka, 544 laxa vika. Og þar sem obbinn af myndunum okkur núna eru frá Laxá í KJós, þá er staðan þar góð, 195 laxa vika. Þetta er allt á góðu róli, svona yfir höfuð. Lesendur geta séð meira á angling.is
 
             
		








