12.6 C
Reykjavik
Sunnudagur, 1. ágúst, 2021
Heim Veiðislóð Veiðin 2016

Veiðin 2016

Hvernig var veiðin í einstökum hérlendum laxveiðiám sumarið 2016? Hvernig dreifðist veiðin og hvað voru margar dagstangir að veiða þessar tölur. VoV ætlar að brjóta þetta upp í helstu ánum yfir næstu vikurnar, lesendur geta þá séð hvernig veiðin þróaðist í hverri á fyrir sig. Eins og alkunna er, þá var milt og gott vor og einstaklega hlýtt sumar, en sökum kulda í fyrra gekk lítið út af gönguseiðum og lítið var fyrir vikið af smálaxi. Meira var af stórlaxi en menn muna í langa tíð og auk þess voru þurrkar og úrkomuleysi til slíkra vandræða að jaðraði við náttúruhamfarir. Sem dæmi var farið að skammta vatn í byggð í Laxárdal í Kjós nálægt miðjum júlí.

Eystri Rangá

Veiðin í Eystri Rangá var all góð s.l. sumar, nærri fimm hundruð löxum meiri heldur en 2015 og það þótt lítið sæist af smálaxi. Seinni árin hefur áin þó oftast flogið hærra, en á móti kom ótrúleg meðalþyngd. Eins...

Þverá/Kjarrá

Þegar öllu var á botninn hvolft þá var sumarið ekki sem verst í Þverá/Kjarrá en þó má á sama tíma segja að það hafi verið á köflum erfitt. Veiði fór vel af stað, en svo fór þetta fljótlega út...

Laxá í Dölum

Eftir all nokkur mögur ár, sem sum hver voru nánast skelfileg, hefur verið rífandi uppsveifla í Laxá í Dölum. Í raun hefur aðeins fjórum sinnum verið meiri veiði í ánni allar götur frá 1974 og sumarið nú bein framlenging...

Norðurá

Þetta var erfitt sumar í Norðurá og einn „varnarsigurinn“ enn var hér á ferð. En smálaxafæð og vatnsleysi vegna endalausra þurrka léku ána grátt. Fallið í Norðurá frá hinu stórgóða veiðisumri 2015 var 1544 laxar. Fjögurra stafa tala hafðist...

ÝMISLEGT