12.6 C
Reykjavik
Sunnudagur, 1. ágúst, 2021
Heim Veiðislóð Einu sinni var

Einu sinni var

Hér er efnið dálítið tvískipt. Annars vegar eru skráðar gamlar frásagnir, birtir kaflar eða kaflabrot úr bókum og blöðum, er lýsa gamla tímanum sem nú er liðinn og kemur aldrei aftur. Hins vegar mun ritstjóri af og til skjóta hér inn gömlum viðtölum við veiðimenn sem sumir eru nú látnir en aðrir komnir vel af léttasta, þar sem þeir segja frá ævintýrum sínum fyrr á tímum. Ritstjóri þessa rits hefur tekið fjölda slíkra viðtala í gegnum árin og verður þeim gefið líf á ný í þessu vefriti.

Krókurinn beygðist snemma – Fyrri hluti viðtals við Garðar H. Svavarsson

Einn mesti og besti stangaveiðimaður landsins var Garðar H. Svavarsson. Hann lést um aldur fram eftir erfið veikindi fyrir nokkrum árum, en allir þeir sem nálægt honum komu hlutu að geta lært meira eða minna af snilld...

Skrautlegar hálfrar aldar lýsingar á íslenskum stangaveiðimönnum

Árið 1965, eða fyrir ríflega hálfri öld kom út mikið veiðibiblía eftir Bandaríkjamanninn A.J.McClane og hét hún hinu langa nafni: McClane‘s Standard Fishing Encyclopedia and International Angling Guide. McClane var á sinni tíð mikilsvirkur og virtur stangaveiðirithöfundur og liggja...

Einn hinna stóru …

Í sjötta tölublaði Veiðimannsins frá árinu 1948 er lýsing á hugsanlega stærsta laxi sem veiðst hefur fyrr og síðar. Textinn er svohljóðandi: -Stærsti lax (þ.e.a.s. Atlantshafslax, salmo salar) sem veiðst hefur, vó 103 ensk pund og...

Þeir voru stórir!

Það er oft og mikið talað um að lax hafi smækkað hér á landi hin seinni ár. Eru uppi ýmsar kenningar, enda mun nokkuð vera til í þessu. Ein kenning er sú að menn hafi útvatnað stofna...

Þarna lá þessi mikli fiskur – síðari hluti viðtals við Garðar H. Svavarsson

Hér kemur síðari hluti viðtals við Garðar heitinn Svavarsson, einn mesta stangaveiðimann sem Ísland hefur alið. Viðtalið tók umsjónarmaður þessa vefrits síðvetrar árið 1983 og birtist það í fullri lengd í bókinni "Ertu að fá 'ann?" sem Örn og...

ÝMISLEGT