2.8 C
Reykjavik
Föstudagur, 22. október, 2021
Heim Fréttir Síða 113

Fréttir

Hér segjum við fréttir af öllu sem sem við teljum eiga erindi til veiðimanna og kvenna. Kæru lesendur við getum þetta ekki á ykkar endilega sendið okkur línu þegar eitthvað er að frétta.

Sjóbirtingsvertíðin var mögnuð

  Alveg frá síðsumri og langt fram eftir hausti bárust fregnir af mjög góðri sjóbirtingsgengd í ám í Vestur Skaftafellssýslu. Fengu menn á tilfinninguna að göngur væru bæði óvenju snemma og óvenju sterkar. Það gekk eftir, samanber þessar fregnir frá...
Vatnamót, Vatnamótin, Ólafur Guðmundsson

Stórkostleg opnun í Vatnamótunum

Veiði fór frábærlega af stað í Vatnamótunum í Vestur Skaftafellssýslu  í dag, á áttunda tug birtinga voru dregnir á land, stórir sem smáir. Skilyrði frábær, vatn hæfilegt og blíðskaparveður. „Alveg hreint magnaður dagur, 76 fiskar á land. Það verður varla...
Þingvallavatn

Bleikjan mætt á Þingvöllum!

Bleikjan er farin að gefa sig í Þingvallavatni og fregnir þess efnis hafa heyrst víða að. Engin stórveiði, frekar að fiskarnir séu stórir en þó nokkrar 3-4 punda bleikjur hafa veiðst. Oft hefur því verið fleygt að sérfræðingar í Þingvallavatni...
Haffjarðará

Stórkostleg byrjun í Haffjarðará

Þegar við hleruðum Einar Sigfússon í kvöld hafði Haffjarðará verið opin í Þrjár vaktir og það var sama sagan þar og annars staðar. Frábær byrjun. Eldri veiðimenn með stutta viðveru, en samt voru komnir 50 laxar á land eftir...
Arnar Tómas

Sá stærsti í sumar úr Stóru í kvöld!

Stærsti lax sumarsins veiddist á kvöldvaktinni í Stóru Laxá í gær, 104 cm. Það eru að veiðast boltafiskar, ekki af sama krafti og hraða og í fyrra, en samt. Þetta er í lagi. Það var Arnar Tómas, kenndur við...
Fossá, Hjálparfoss, veiðiþjófar

Veiðiþjófar á ferðinni að venju

Eins og vanalega ber nokkuð á veiðiþjófum og veiðiþjófnaði. Hinir seku eru gómaðir af og til en eflaust er mun meira um svona lagað heldur en margan grunar, og fer vaxandi þegar líður á og myrkur hylur misgjörðirnar. Nú fyrir...

SVFR með sprengitilboð í Straumfjarðará

Búið er að „opna pakkann“ í útboði Straumfjarðarár. Eins og búist var við, er áin eftirsótt, enda ein besta laxveiðiá landsins og óvenjuleg eining, 3-4 stanga á með þjónustu. Tilboðin voru fjölmörg, en SVFR var með risatilboð sem var...

Nýr formaður SVFR er sjálfkjörinn

Frestur til að skila inn tilkynningum um áhuga á þátttöku í stjórn SVFR rann út um helgina, en aðalfundurinn er 24.febrúar n.k. Það eru ekki aðeins formannaskipti í vændum heldur gætu einnig orðið mannabreytingar í stjórn. Áður höfðum við frá...
Tungufljót

Hrikalegur birtingur úr Tungufljóti!

Hrikalegur birtingur var dreginn að landi úr Tungufljóti í morgun, þeir verða varla mikið stærri, en þessi mikli höfðingi var mældur 96 cm! Það var Ólafur Guðmundsson sem landaði ferlíkinu á svokölluðum Flögubökkum, sem eru neðar heldur en hinn frægi...
Jón Helgi Vigfússon

Lífleg urriðaveiði í Aðaldalnum

Vorið hefur verið blautt og á köflum kalt og fremur leiðinlegt. Svæði voru misfljót í gang af þeim sökum, en þar sem urriði eða sjóbirtingur skipta mestu máli þá var veiði góð eftir því sem menn treystu sér til...

ÝMISLEGT