7.7 C
Reykjavik
Sunnudagur, 24. október, 2021

Áskrift að Veiðslóð, aðeins 990 kr. á mánuði

Lesendur okkar muna margir eftir útgáfu veftímaritsins Veiðislóðar en alls komu út 15 tölublöð yfir fjögurra ára tímabil. Veiðislóð er nú hluti af Vötn og veiði á áskriftarsvæði og þar inni verður allt það efni sem ekki er hægt að kalla fréttir.

Hvers vegna? Veiðislóð var fallegt og metnaðarfullt, fyrst var það prentað svo  var það frítt í tímaritaformi á vefnum og haldið úti með auglýsingum eins og títt er um frímiðla, það var ómögulegt að láta enda ná saman. Nú hvetjum við lesendur okkar til að koma til liðs við okkur til að halda úti faglegri umfjöllun um veiði með áskrift gegn hóflegu gjaldi.

Efnið svipar til þess sem lesendur fengu að kynnast með fyrri tölublöðum okkar á Veiðislóð. Viðtöl við veiðimenn- og konur, efni um flugur og fluguhnýtingar, veiðistaðakynningar, statistík-greinar, veiðisögur, ljósmyndagallerí, viðtöl og greinar um rannsóknir og lífríki, efni sem varpar ljósi á fyrri tíma og villibráðareldhúsið góða verður meðal efnis. Síðan mun fleira detta inn, því hugmyndavinnu er fjarri því lokið. Henni lýkur aldrei.

Með áskrift styrkist frjáls og óháð útgáfa og efnið verður fjölbreyttara og gagnlegra, það verður ekki litað sölumennsku, það verður metnaðarfullt og unnið af reyndum fagmönnum.

Með von og tilhlökkun um farsælt og árangursríkt samband við lesendur.

Ritstjórnin

  • No subscriptions found.