VoV óskar öllum vinum og velunnurum fallegra daga á hátíð ljóssins. Við tökum okkur smá frí en tökum svo aftur til hendinni
Þetta hefur verið skrykkjótt ár hjá okkur, bilun ríflega hálft sumarið og svo aftur nú í haust þegar við settumst niður og endurskipulögðum okkur. Við boðuðum að við yrðum meira tímarit en fréttavefur (þó að alltaf verði pláss fyrir fréttir). Síðustu vikurnar fyrir jól voru samt frekar undirlagðar af kostuðum kynningum og fregnum af veiðibókum. Eftir hátíðirnar tökum við aftur til óspilltra málanna með tímaritið VoV. Enn og aftur góðar stundir, nú þegar dagurinn lengist á ný og aðeins ríflefa þrír mánuðir til næstu vertíðar.