Það er komin ný Clearwater flugustöng frá Orvis. Heimavöllur Orvis á Íslandi er Vesturröst. Það er samdóma álit margra sem reynt hafa margt á sviði flugustanga, að miðað við verð þá finnst varla betri græja. Sem þýðir, Clearwater stangir eru ekki þær dýrustu, langt frá því. En gæðin eru á pari við margar mun dýrari stangir.
Í nýju Clearwater flugustöngina er notuð Helios 3™ tækni. Hún er léttari og betri en nokkru sinni fyrr, en mikilvægara er, að hún gríðarlega nákvæm. Þetta er létt og falleg stöng og góður hólkur fylgir. Þá er ekki verra að 25 ára Orvis ábyrgð fylgir.
Hver Orvis Clearwater er með Serialnúmeri til að auðvelda afgreiðslu á varapörtum. Þegar Orvis stöng Brotnar getur þú hringt til okkar í Vesturröst eða sent mail með númeri stangar, lengd og linuþyngd .Við sendum mail út og fáum viðgerðarnúmer og partur eða partar eru sendir til okkar.
Clearwater er stangarlína og dekka þær allra handa veiðiskaip frá smæstu og nettustu sprænum og upp í stórfljót sem vart eru veidd með öðru en tvíhendum. Ýmsar lengdir og allur skalinn í línuþyngdum. Hér á landi hafa Clearwater stangirnar frá Orvis reynst frábærlega enda gæddar þeim eiginleikum sem kallaðir eru fram af þeim aðstæðum sem hér ríkja.