Fyrir þá sem eru að byrja í fluguhnýtingum – Kostað

Svona lítur kassinn út og gefur hugmynd um innihaldið.

Fluguhnýtingar eru og hafa alltaf verið vinsælar og fjölmargir veiðimenn stytta skammdegið með því að dunda við „væsinn“ og hnýta ýmist flugur eftir uppskriftum, eigin útgáfur eða bara frumsamið efni og fátt er betra í fluguveiðinni en að setja í fisk og landa á einhverja flugu sem menn spunnu sjálfir.

Vesturröst er búðin fyrir alla þá sem hnýta flugur, hvort heldur er langt komna eða nýbyrjaða.Þar er að finna ótrúlegt magn af efnum og tækjum, bara allt. Og líka byrjendasett, sem er að sjálfsögðu grjóthörð og hundrað prósent jólagjöf

Besti kosturinn er afmælis Fluguhnýtingasett frá Veniard,  hlaðið efni og  með því eru líka vönduð áhöld. Glæsilegt fyrir Alla sem eru að starta í fluguhnýtingum. Það sem kassinn inniheldur er of langt mál að telja, en fullyrða má að það vantar ekkert.