Flugubarinn er í hæsta gæðaflokki – kostað

Flugur, Black Ghost, Black Ghost sunburst

Jólagjafir til stangaveiðimanna geta verið margvíslegar. En oft vandasamt að velja því að veiðimenn eiga oft „allt“ og erfitt að gefa einhverjum eitthvað sem á allt. En ein er sú gjöf sem yljar alltaf og slær í gegn og það er flugubox með nokkrum sérvöldum flugum Svoleiðis gjöf hefur alltaf persónulegt gildi.

Vesturröst er með „flugubar“ sem stenst alla samanburði. Gefendur geta valið sjálfir í boxið eða fengið aðstoð snillingana sem eru hinu megin við borðið. Reynsluboltar sem vita hvað virkar. Hér er veiðisaga um slíka gjöf, hún er reyndar svolítið á þvervegin. En veiðimaður einn fékk í jólagjöf box með nokkrum Nobblerum, bæði svörtum og appelsínugulum. Nokkrar stærðir. Það var ekki veiðitúr á komandi vertíð fyrir þessar flugur fyrr en um haustið er leiðin lá í Tungufljót. Menn voru eitthvað seinir til að óku í myrkri austur þannig að fyrsta vaktin var ónýt. Þegar komið var að Seljalandsfossi rann það upp fyrir veiðimanni að boxið var enn þá heima. Hafði gleymst.

Það var snúið við. Ekið aftur í bæinn og boxið sótt. Síðan tók við heill dagur og svo annar hálfur. Veiðin var góð, Nobblerarnir voru notaðir næstum 90 prósent af tímanum. En allir birtingarnir sem fengust komu á svartan Tóbí þegar hann fékk nokkrar mínútur í lok hvers hyljar!

En svona er þetta bara, allt saman tilfallandi. Þetta Nobblerabox átti samt eftir að skila eiganda frábærum minningum á næstu árum. Það sama gæti átt við um fallega sambærilega jólagjöf nú.