Jólagjafir til veiðimanna þurfa hvorki að vera dýrar eða eitthvað meiri háttar. Margir veiðimenn eiga næstum allt, sumir svo miklir græjukarlar að það er næstum ógerningur við þá að eiga. En þá eru það stundum litlu hlutirnir sem geta skipt sköpum fyrir hvað veiðitúrinn var minnistæðastur fyrir. Í Vestrröst finnast lausnirnar.
Til dæmis flugnasprey, áburður og flugnanet. Það eru til hetjur sem neita að bera net, þeir um það, en þeir geta þá notað áburð eða sprey í staðinn. En þetta teljast til aukahluta sem verða að vera í veiðitöskunni en eru það oft ekki. Og ef að þeir eru þar, þá gleymast þeir þar stundum. Einn sem þekkjum var að veiða í Vatnsá og Heiðarvatni. Það hafði rignt og blásið nokkuð. Hann ákvað að ganga þessa 500 metra frá veiðihúsi upp að ósi árinnar við vatnið. Og veiða þar efst í ánni. Allt var með felldu þangað til að hann kom á laieðarenda. Þá datt allt í dúnalogn. Og framhaldið geta menn sagt sér sjálfir, martröð heltist yfir okkar mann, kvöldloftið sortnaði flugnasuðið yfirgnæfði allt annað og þær tróðu sér í eyru, net, munn og augu. Hann hafði undan að moka þeim burt og þær voru í vígahug og blóðþyrstar. En netin og áburðurinn voru í kofanum. Það var aðeins eitt til ráða, að ganga til baka og sækja dótið. Gangan varð að spretthlaupi í fullum veiðiskrúða yfir frekar blautt mýrlendi. En svo var þrammað til baka, áburður smurður á andlit og netinu skellt yfir hausinn. Og veiðin var góð.
Vesturröst selur þrjár tegundir af hinu þekkta Mygga vörumerki, sprey og nokkrar sortir af netið. Þetta eru ekki dýrir hlutir með þannig verðmið að það er „vel sloppið“ Á vefsíðu Vesturrastar er lýsing á þessu Mygga fyrirbæri. Þar stendur:
!Áhrifarík vörn gegn flugnabiti. Mygga flugnafælan veitir vernd gegn mýflugna og moskítóbiti sem varir í að meðaltali um 9 klukkustundir. Verndunartíminn getur styst vegna annarra suðræna tegunda af moskító að meðaltali 8 klukkustundum gegn malaríu og 4 klukkustundum gegn Aedes aegypt sem er móskítótegund.
ATH! Þættir eins og hitastig, raki og svitamyndun geta haft áhrif á virkni vörunnar. Berist aftur á, eftir sund, bað/sturtu eða þegar áhrifin minnka. Aðeins leyfilegt til notkunar á mannfólki, sem vörn gegn flugnabiti. Áríðandi er að farið sé eftir leiðbeiningum og ábendingum framleiðanda. Úða skal jafnt og varlega yfir húðina sem þarfnast verndar (1ml á hvern handlegg).“
NOTKUN:
-Til notkunar í andliti: Úðaðu fyrst á hendurnar og berið síðan í andlitið. Ekki nota vöruna oftar en 1 sinni á dag. Mygga er ekki ætluð börnum yngri en 18 ára. Notist eingöngu útvortis.
Berist jafnt og vandlega yfir húðina sem þarfnast verndar. Forðist að efnið berist í augu, munn, skurði eða fari á opna húð. Ef efnið berst í augu, skolið þá með nóg af vatni. Notist ekki nærri matvælum. Forðist einnig snertingu við mat, plast og málningu. Notist eingöngu utandyra eða í opnu og vel loftuðu rými.“