Bakpokar eru vanmetnir- hvað þá með áföstum stólum -Kostað efni

Veiðivötn
Kvöldsól í Veiðivötnum. Myndin er úr myndasafni.

Það getur  verið erfitt að gefa veiðimanninum réttu gjöfina. Bækur, græjur, veiðileyfi eða bara gjafakort. Við ætlum á næstu dögum, í samstarfi við Vesturröst, að stinga upp á jólagjöfum sem allar eru gagnlegar, en ekki víst að allir sem þurfa, eigi.  Hér kemur fyrsta tillagan.

Svona lítur hann út…

Bakpoki með áföstum stól frá Daiwa. Það verður aldrei vanmetið að eiga góðan bakpoka. Þeir eru kannski nauðsyn við laxveiðiárnar þar sem hægt er að keyra að hverjum hyl. En það eru margir, margir aðsrir staðir. Menn taka á sig að ganga langt inn eftir ám þar sem slóða þrýtur eða að menn treysta ekki bílum sínum, eða eyða degi við spennandi vatn og ætla að ganga út á þennan tanga og hinn. Þessir bakpokar, bæði þessi og fleiri, taka mikið. Menn nota lítið veiðivesti nú til dags, geyma bara helstu basics í jakkanum. En þarna kemst allt hitt. Nestir, drykkir, aukaspólur, fleiri flugubox (eða spúnabox). Það er jafnvel hægt að troða nokkrum fiskum í svona poka ef menn eru á þeim buxunum að hirða nokkra fiska á grill og í reyk.

Þannig að afar margir veiðimenn myndu finna góð not fyrir slíka poka. Og stóllinn. Jújú, það er gott að kasta sér bara á bakkann. En sums staðar er bakkinn bara möl og sandur. T.d. í Veiðivötnum. En líka miklu víðar.Þá er stóllinn fínn. Þessi poki kostar ekki nema 16.000 krónur. Það er hægt að fá þá dýrari. Það velur bara hver fyrir sig. Ritstjóri VoV á poka sem hann fékk í Vesturröst fyrir nokkrum árum. Hann virðist botnlaus og seinni árin er hann alltaf á annarri öxlinni, stundum báðum, með allan þann aukabúnað sem þarf í úthaldið.