Talandi um ný viðmið, það er kannski svolítið til í því, þar sem bati þessa sumars er borinn gjarnan saman við arfaslakt sumar í fyrra. En bati er bati og honum ber að fagna. En það er ekki alls staðar bati, t.d. Blands….nú eða Sogið og það er kapítuli út af fyrir sig.
Árni Baldursson, sá landsfrægi veiðigarpur, er landeigandi við Sogið og áin rennur um æðar hans saman við blóðið. Sogið hefur verið á niðurleið í mörg ár og ef til vill má segja að botninum hafi verið náð í sumar, þegar áin rétt losaði 100 laxa. Nú er Sogið enginn smá á. Alviðra með 3 stangir, Þrastarlundur með eina laxastöng og aðra í silungi sem gaf oft lax forðum, Bíldsfell 3 stangir, Torfastaðir, aðallega bleikjusvæði en með góðri laavon, Ásgarður 3 stangir á laxasvæði og aðrar á silungasvæði sem oft gaf lax. Syðri Brú síðan með eina stöng. Þetta eru ansi margar stangir að skipta með sér ríflega hundrað löxum.
Sogið er illa sjálfbær út af botnlagi, vatnskulda og vatnshæðarsveiflum sem Landsvirkjun ber ábyrgð á. Áin hefur treyst mjög á Ásgarðsá til að fjölga laxi. Hún sprænan sú ein og sér ræður ekki ein við þetta verkefni. Lengi vel var allt drepið í Soginu og lengi vel var hún ein mikilfenglegasta laxveiðiá landsins, um það vitna til dæmis sögur Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Svo var farið að sleppa á sumum svæðum, t.d. Ásgarði (hjá Árna), en menn upplifðu það samt Ásgarðsmegin, að á meðan að menn voru að sleppa lai í Ásgarði var verið að bpmga spún upp að fótum veiðimanna í Ásgarði frá Bíldsfelli og drepa allt sem þar kom á land. En svo var tekið fyrir það. Núna er þetta einfaldlega að verða búið með Sogið.
Og hvers vegna? Nógu slæmt var laxadrápið í ánni sem er viðkvæm inn við beinið, en netaveiðin í Ölfusá er það sem Árni bendir nú á. Soginu var lokað um liðna helgi og Árni skrifaði þetta: