100 cm úr Jöklu

Endric með höfðingjann úr Jöklu. Mynd Strengir.

Stóru hængarnir eru farnir að láta að sér kveða, enda haustið að brýna klærnar óvenju snemma þetta árið. Skemmtileg lýsing á sumrinu kom frá kunnum veiðimanni eigi alls fyrir löngu, janúar, febrúar, mars, apríl, mai, september, september, september og nú er svo september handan við hornið. En stóru hængarnir…..

Flott veiði hefur verið í Jöklu í sumar og ekkert yfirfall enn sem komið er. Áin er komin með metveiði og sýnir það best hvað yfirföllin hafa hamlað uppgangi veiða í ánni og hennar hliðarárm í gegnum árin. En nú er stuð þar eystra, og nú láta þeir stóru á sér kræla. Hér  má sjá skilaboð frá Strengjum sem hafa umsjón með Jöklu og hliðarám hennar: „Veiðimaðurin Enric frá Spáni gerði gott mót í Skeggjastabareiðu í Jöklu í morgun. Landaði tveimur stórlöxum þar sem voru 100 cm og 92 cm hængar og nokkuð legnir eins og sjá má. En hann er enn að ganga og eftir hádegi setti félagi þeirra í einn nýrunninn líka á sama veiðistað.“