Tuttugu pundari úr Haukunni

Hér er skepnan.....myndin er fengin frá SVFR

Sannkallaður höfðingi veiddist í Haukadalsá í kvöld, alvöru kónur og yfir meterinn. Svoleiðis laxar eru sjaldgæfir í Vesturlandinu þó að þeir hafi verið algengari fyrrum. En hér er sem sagt kominn einn af Vesturlandi.

Í FB færsu frá SVFR í kvöld var þetta að finna: „Ármann Andri Einarsson landaði þessum stórglæsilega 102cm hæng í Haukadalsá á seinni vaktinni í dag! Laxinn tók svartan Frances cone #12 í veiðistaðnum Blóta. Ármann bjóst ekki við svona skepnu en hann notaðist við Loop einhendu fyrir línu fimm og 14 punda taum, baráttan tók tvo og hálfan tíma. Hængurinn mældist 102cm og 48 í ummál,“