Skynsemin ræður ekki…..eða hvað?

Hér er Erling með flensulainn sinn.....

Drottiningin gerir það ekki endasleppt, fimmti „hundraðkallinn“ (við viljum samt helst ekki kalla þessa höfðingja svo sjoppulega, kom á land úr Laxá nú í kvöld og er það í hæsta máta óvenjulegt að svo margir í yfirstærð veiðist á þessum tíma sumars. Venjulega veiðast nokkrir snemma, en svo allur þorrinn þegar greddan ber þá ofurliði seint á haustin.

Erling Ingvarsson var maðurinn á bak við nýjustu hundraðkalla færslu Sporðakasta og hann sagði í eigin færslu skemmtilega frásögn af atvikinu og vonandi að hann fyrtist ekki við að við deilum gleði hans: „Ég náði mér í einhvern flensuskít um daginn og í veiðislarkinu núna sló mér niður og er ég eflaust kominn með bronkítis og hita. Þess vegna sagði ég við sjálfan mig núna seinni partinn; „Nei Erling, þú ferð ekkert út, þú verður inni og jafnar þig, það er komin rigning og þú færð bara lungnabólgu ef þú blotnar“.
Svo þegar klukkan var að verða sjö þá svaraði ég sjálfum mér; „Heyrðu ég verð bara þar sem ég get staðið á bakkanum og mér verður ekkert kalt, þetta verður allt í lagi, ókei?“
Veiðigyðjan er mjög ánægð með svona háttalag því hún verðlaunaði mig með þessum fallega 20 pundara úr Oddahyl. Ef ég drepst út af þessu mætti setja á legsteininn:
„Hér hvílir Erling, hann dó úr heimsku og veiðigræðgi en aðallega lungnabólgu.“
All reactions:

Oskar Pall Sveinsson, Höskuldur Birkir Erlingsson og 82 til viðbótar