Það er fleira fiskur en silungur, það er líka til lax og sumir þeirra, allt of fáir reyndar, eru svokallaðir „hundraðkallar“ sem er frekar sjoppulegt orð yfir svo stóra og glæsilega laxa, en Drottningin stóð fyrir sínu síðustu klukkustundirnar.
En sumar ár lúra á flieiri stórum en aðrar. T.d. Laxá í Aðaldal. Lítið hefur verið um slíka fiska í sumar, en í gær komu tveir. Einn 101 cm á Hólmavaðsstíflu, hængur sem tók fluguna Valbein, sem er smíði Þorbjörns Helga Þórðarsonar, eiganda Reiðu Andarinnar. Hinn kom úr Knútsstaðatúni og var sléttir 100 cm. Vitum lítið um hann enn utan að hann kom á land og var mældur. Svo í dag, 101 cm af Grundarhorni, hængur og af honum stálum við myndinni af FB síðuBig Laá, sem er auðvitað Drottningin. Stundum talað um að risarnir fari ekki að taka fyrr en á haustin, þannig að þetta hlýtur að teljast frekar snemmt. En sjáum hvað setur, gott að vita að þeir eru þarna þrátt fyrir að 2024 sé ekki stórt og gott stórlaaár.