Silungurinn enn í algleymingi

Vænn urri'ði

Við höfum alltaf verið duglegir að minna á að það sé fleira fiskur en lax. Á sama tíma og það er frábært að laxinn hafi komð dálítið til baka í sumar, þá er þetta ekki sport fyrir almenning. Margir stóla á silungsveiði  í ám og vötnum og það klikkar sjaldnast. Og alls ekki núna..

Við tókum stikkprufu á vötnum sem heyra undir Veiðikortið, veidikortid.is og fengum talsvert „feedback“ Við tölum stanslaust við marga og einn sagði okkur frá tveimur félögum sem fóru í Baulárvallavatn með tjald að morgni dags. Þeir fóru vítt og breytt með flugu og spún allan daginn, það gerðist ekki mikið fyrr en að halla tók degi. Nú er kominn ágúst og ljósaskiptaveiði, eins geggjuð og mögnuð og hún getur verið, er komin til að vera þangað til að vetur gengur í garð. Í stuttu máli var annar með Lippu og hinn með Black Ghost. Fyrir svartamyrkur lönduðu þeir sex hvor og misstu líka nokkra. Flestir 2-3 pund en tveir 5-6 pund. Fóru seint út úr tjaldi að morgni og veiddu í tvo tíma fyrir heimför, fengu þá sinn hvorn 3 punda. Þannig að þeir fóru sáttir heim.

Fleiri dæmi frá Veiðikortinu, þrjár meldingar um barnafjölskyldur sem fóru í Frostastaðavatn Algjört mok og börnin í aðalhlutverki, sum að veiða sína fyrstu fiska. Og ekki allt smáfiskur, alveg hreint nokkrir 1-2 pund. En tittirnir eru líka frábærir heilir á grillið og vatninu veitir ekki af grisjun. Sama sagan úr Hítarvatni. Ekkert nema dásemd þar og spurning hvort að þar sé meira um mý en silung. Þrír sem við heyrðum af og voru bara frá morgni til kvölds fóru yfir hundraðið. Og í lokin, veiðimaður á ferð um Norðausturhornið, ákvað að keyra fyrir Sléttu. Var með Veiðikortið og leist vel á Hraunhafnarvatn. Skoðaði bæklinginn og sá að það var frekar drjúgt labb að læk sem rennur í vatnið úr suðri.þangað nenna fáir, enda er hægt að setja í fiska nánast með því að kasta frá þjóðveginum. En okkar maður tók hálftíman og  hætti eftir 15 urriða, var ekki til í að bera meira, drap þó ekki alla, enda að fara í veiði annað. Þarna voru engir tittir.