Loksins er laxveiðin góð. Eftir nokkrar eyðimerkurgöngur þá kom skyndilega stór og falleg smálaaganga. Og víða er veiðin góð og langtum betri en síðustu sumur. Gaman að því.
Þetta snýst um að eins árs laxinn, smálaxinn er allt í einu sterkur, en hefur ekki verið það síðustu sumur. Skál fyrir því. Það hafa allskonar statisískar tölur birst hér og þar, angling.is auðvitað með endurbættar upplýsinar, anglingIQ appið alltaf sterkara og sterkara. Þau eru að taka yfir það sem reyndum að gera síðust sumur, að vinna útúr tölunum. Ætlum ekki í endurtekningar núna, en ákveðin statiskín segir meira en mörg orð á þessu stigi. Nú þegar stutt er til miðnættis á miðvikudegi og við fáum nýjar tölur frá angling.is á morgun, þá er staðreyndin þessi: Í fyrra voru fimm ár með fjögurra stafa tölu, Þverá/Kjarrá, Ytri og Eystri Rangá, Miðfjarðará og Norðurá. Af þeim er Þverá/Kjarrá komin yfir heildartölu sína rá 2023, Norðurá líka og hinar nánast öruggar með það sama. Og fleiri koma í fjögurra stafa hópinn.
Það hafa verið svakalegar fréttir af aflahrotum, en fluga á vegg hvíslaði að okkur að í nýliðnum straumi hafi ekki komið neitt svakalega mikið í viðbót. En þetta er ekki ætlað sem bölmóður, göngur fram að því höfðu verið frábærar og víða mikið af laxi…