Veiðivötn fara vel af stað

Þessi kappi heitir Þröstur og urriðinn er tíu pundari. Mynd er frá veidivotn.is, eflaust Bryndís Magnúsdóttir á ferð með myndavélina.

Veiði hófst í Veiðivötnum þann 18.júní og í dag birti vefurinn veidivotn.is fyrstu vikutölur af svæðinu. Segja má að byrjunin hafi verið góð. Væntu menn þess ölursvo sem þó að vorið hafi verið kalt eins og annars staðar á landinu.

Bára Ying Halldórsdóttir með flottan urriða úr Veiðivötnum. Myndinni stálum við af FB síðu Halldórs Gunnarssonar.

Alls voru skráðir 2409 urriðar og 2049 bleikjur. Meðalþungi urriða yfir það heila 1,24 kg og bleikju 0,42 kg. Annars eru urriðavötnin fyrirferðarmest og þeirra best að venju er Litlisjór með skráða 887 fiska, sá stærsti 5kg, eða 10 punda. Stóra Fossvatn er þar næst með 690 stykki, stærst þar 8 punda. Í þriðja sæti yfir aflasæld eru Hraunvötn með 247 urriða, stærst 10 punda. Síðan má nefna Litla Fossvatn með 112 fiska, en önnur eru undir hundraðinu. Stóra Skálavatn sker sig úr á þann hátt að þar veiðist vel af báðum tegundum, það hafði gefið 171 urriða og 88 bleikjur, eða alls 259 fiska. Þar veiddist og sá stærsti til þessa, 11 punda urriði. Stærsta skráða bleikjan var 3,25 kg, eða tæp 7 pund úr Breiðavatni.

Annars er miklu meira að sjá á gæsilegum vef þeirra Veiðivetninga, veidivotn.is