Sumarblað Sportveiðiblaðsins!

sportveiðiblaðið 2024

Fyrir skemmstu kom út sumarblað Sportveiðiblaðsins og er fjöbreytt að efni og glæsilegt að vanda. Hvalreki fyrirveiðiáhugamenn.

Að venju væri að æra óstöðugan að fara yfir allt efni blaðsins, oftar en ekki stöldrum við helst við það sem vakti hvað mesta lukku hjá okkur. Má þar nefna viðtal við veitingamanninn Jón Mýrdal sem hefur marga fjöruna sopið á ferlinum, m.a. næstum dáið vegna heilaæxlis, en er nú alheill og tíður gestur á bökkum laveiðiánna. Þá er afar upplýsandi veiðistaðalýsing á Jöklu og hliðarám hennar, eftir sjálfan leigutakann Þröst Elliðason. Það eina sem hefði bætt þá grein hefði verið meiri myndskreyting, enda Jökla og þverár hennar í efsta flokki fegurðar. Fleira mætti nefna, t.d. hugleiðingu Elfars Arnar Friðrikssonar framkvæmdastjóra NASF um hið svarta mál málanna, sjókvíaeldið.. Og sum sé, það væri hægt að halda lengi áfram, en verður látið duga að sinni