Líf í Dölunum í morgun

Harpa Hlín með þann fyrsta úr Laxá í Dölum í mörgun, úr Þegjandakvörn. Myndin er freá Hreggnasa.

Laxá í Dölum opnaði í morgun, fínt vatna í ánni og menn frekar spenntir, enda höfðu sést laxar í ánni. Og það var nokkuð líf, verður að segjast.

Hreggnasi er með Laxá á leigu og félagið sendi frá sér eftirfarandi skýrslu eftir fyrstu vaktina: Laxa i Dölum, opnunar morgun. Tveir Laxar komnir á land úr Þegjandakvörn,
Fiskar misstir í Matarpollum og Papa. Og það er Lax á toppnum í Sólheimafossi. Harpa Hlín Þórðardóttir veiddi fyrsta Laxinn á þessu tímabili, 83 cm hrygnu.