Veiði hófst í Jöklu í morgun, en skilyrði buðu ekki upp á nein ævintýri. Flóðvatn, gruggugt af snjóbráð og allt eins og verst varð á kosið. Og veiðin eftir því.
Hins vegar eru stangaveiðimenn þekktir fyrir sína óbilandi bjartsýni. Þröstur Elliðason leigutaki og umsjónarmaður Jöklu hafði varað okkur við þessu, sagði í gærkvöldi að útlitið væri ekki gott. Í kvöld sagði hann síðan. „Það gekk ekkert í dag, en áin er sjatnandi og þetta verður eflaust betra á morgun ef fram heldur sem horfir.