
Snemmgengnir laxar. Þeir eru alltaf til staðar. Nú opnuðu Elliðaárnar fyrir helgi og nokkru áður var teljarainn opnaður. En sitthvað gendir til þess að lax hafi verið byrjaður að ganga áður en teljarinn fór niður.
Daginn eftir opnun fór Ásgeir Heiðar, sá þekkti laxahvíslari, í árnar á morgunvakt og hætti snemma, eða eftir að hafa landað 5 löxum og misst eitthvað. Hann hleypti vinum sínum inn í ævintýrið með FB-færslum og þar kom nokkuð athyglisvert í ljós. Sem sagt að hann veiddi laxa ofan við teljara sem voru að því er virtist alls ekki nýrunnir. Hann leyfði okkur að birta myndina sem hér fylgir og neitaði ekki að svo væri. Þetta er í sjálfu sér ekkert merkilegt, sumir laxar ganga seint í mai og/eða snemma í júní. En það er alltaf gaman að vita af því og að það geti verið von ofar í ánum þegar opnanirnar bresta á.
Og fyrst að við erum að tala um opnanir, Rangárnar byrjuðu b´ðar nokkuð frísklega, sem og Hítará. Þetta er ekki orðið jafn djöfullegt hér og í nágrannalöndunum, en það er barqa tímaspursmál. Öll teikn eru á lofti með það.