
Þær opnuðu nokkrar í dag og víðast hvar var líf í tuskunum. Lax að sjást víða og veiðast frekar dreifður. Svo dæmi sé tekið, að af sex löxum úr Laxá í Leirársveit voru fiskar dregnir m.a. úr Ljóninu, Sunnefjufossi og Réttarfossi sem eru veiðistaðir ofan við Laxfoss. Þar veiddist einnig sem og settu menn í fiska neðar.

Bæði í Laxá og víðar, eins og t.d. í Norðurá og Þverá, er farið að bóla á smálaxi og er það heldur snemmt fyrir hann þó að all oft hafi smálaxar verið að skila sér í afla um og uppúr miðjum júlí.Einnig voru opnanir í Grímsá sem endaði með fimm á fyrstu vakt, Hítará sem var með tvo. Um helgina var svo Miðfjarðará með fjóra á fyrstu vakt, Lax að sjást víða en tók illa. Vatn er víðast enn gott, sérstaklega þegar norðar dregur á landið. Í Grímsá voru þau undur í morgun, að af fimm löxum, veiddist enginn í Laxfossi, tveir komu úr Lækjarfossi, tveir úr Langadrætti og einn úr Viðbjóði.