
Fyrir ekkert allt of mörgum árum gekk hér á landi hálfgerð plága í sjóbirtingsám á Suðurlandi. Sæsteinssuga var um allt og bitnir sjóbirtingar voru mánast jafn margir og óbitnir. En þessi algerlega óboðni gestur virðist hafa dregið sig mjög í hlé.

Eins og eflaust margir muna minnir vaxtarlag sugunnar á ál en hin hringtennti kjaftur er hrylllingur á að horfa. Með þessu gini beit sugan sig fasta við birtinga (og laxa líka) og hékk á þeim til að sjúga næringu, uns fiskurinn gekk í ferskvatn, þá sleppti sugan takinu . Þó veiddist eitt sinn lax í Ytri Rangá með suguna hangandi á hausnum. Hún vildi ekki sleppa takinu sú. Birtingarnir komu illa sárir frá þessum viðskiptum og oft mátti sjá bæði gróin og opin svöðusár á sömu fiskunum.
Sugan var mikið í fréttunum á þessum tíma, bæði myndir af bitnum fiskum og einnig af sugum sem veiddust í sjó við ströndina. Sugan er samt ekki með alveg frábrugðið mynstur og laxfiskar, því hún gengur úr sjó í ferskt vatn og hrygnir þar. Hvað svo ramt af fréttaflutningi af sugum, að stórveiðimaður einn kvartaði við VoV og bað okkur að hætta að skrifa neikvæðar fréttir.
En Hafró taldi réttast að leita hrygningarstöðva í Skaftárhreppi, en fann ekkert. Nú hefur brugðið svo hin síðari ár og fátt er að frétta úr heimi sæsteinssugna. VoV spurði Magnús Jóhannsson aðal sjóbirtingssérfræðing Hafró út í sugumálið og hann sagði: „Enn sjást sár eftir steinsugur á sjóbirtingi í Skaftárhreppi þó í mun minna mæli en áður, það bendir til þess að hún sé nú lítið á ferðinni hingað.“ Svo mörg voru þau orð og er fréttin góð.
Enter