Andakílsá af söluskrá SVFR?

Andakílsá
Andakílsá hefur átt betri daga heldur en akkúrat núna. Mynd Kristján Guðmundsson.

Veiðileyfasala er víðast i fullum gangi og senn líður árlegri úthlutum leyfa til félagsmanna SVFR. Aðhygli vekur þegar heimasíða er skoðuð, ein ein af þekktari ám þeirra  virðist vera dottin út.

Um er að ræða Andakílsá í Borgarfirði sem félagið hefur haft á leigu síðustu ár. Nú finnst áin ekki í söluskrá SVFR. Andakílsá má segja að hafi fyrst komist í fréttirnar árið 1979 þegar mengunarslys varð er uppfylling úr miðlunarlóni Andakílsárvirkjunnar var hleypt út í nána með þeim afleiðingu að áin bókstaflega fylltist af setdrullu. Hyljur fylltust, botn var þakinn eðjunni og loka þurfti ánni á meðan áin og afleiðingar slyssins voru rannsakaðar af sem mestri nákvæmni.

Ánni var sem sagt lokað þar til fyrir fáum árum að hún var opnuð á ný í tilraunaskini. Þá var búið að sleppa verulegu magni af seiðum í ána og hreins hana upp eins og kostur var. Skemmst er frá að segja að þessi skemmtilega tveggja stanga á tók rækilega við sér og 2020 var veiðin yfir 700 laxar sem er fáheyrt ef ekki óheyrt úr ánni. Samt var hún aftur á niður leið, 518 í fyrra og 349 á liðnu sumri. Samt fín veiði í tveggja stanga á.

Það hefur alls ekki farið hátt með að SVFR hverfi frá ánni, hún var mjög vinsæl í þeirra hópi. Fregnir herma að landeigendur hafi talið vera heppilegra og tímabært að þeir tækju sjálfir við sölunni.