Vatnsá í Heiðardal ofan Mýrdals var nokkuð til umræðu síðasta haust, enda var það mál manna að lítið sem ekkert væri af fiski í ánni. Annað kom á daginn og þar er nú farin í gang metnaðarfull áætlun að koma stofnum svæðisins á betri kjöl. Meðal annars nýr fiskiteljari og nýr og fjölbreyttari aðbúnaður.

Lokatalatala árinnar var 86 laxar og Ásgeir umsjónarmaður sagði að laxinn í ánni væri „down“, hins vegar væri mikill vöxtur í stofni sjóbirtings sem hefur þá hegðun ríkulega að vaða upp í vatn og dvelja þar fram á haust. Nú í haust fór fram klakveiði og þá kom það á daginn, hyljir efst í ánni voru „kakkaðir“ af birtingi og stærðin á þeim sumum svakaleg. M.a. mældust tveir yfir 110 í teljaranum þegar í september og 80 cm plús telst ekki til tíðinda. Veiddist mikið af stórum birtingi bæði á stöng og í net. Og ekki nóg með það, þarna var lika mikill lax. Einn daginn komu 70 í ádrátt við ós vatnsins. Þannig að ekki vantaði fiskinn.

Nú hafa verið gerðar breytingar. Ræktun og verndun er í fyrirrúmi núna og umsjónarmenn segja svæðið það fyrsta á landinu til að banna allt nema agnhaldslausar einkrækjur. Og allt á flotlínu. Hirða má einn lax undir 60 cm og fjórar bleikjur úr vatninu. Allur birtingur friðaður.


Þá hefur verið bætt við aðbúnaðinn og verður enn bætt í. Fyrir eru gamla húsið sem tekið hefur verið í gegn og gamla húsið í hlíðinni. Nú er bætt við „Skagga“ sem er fyrir fjóra og byggt inn í brekku, og „Hilltop“ sem er ein eining fyrir tvo. Allar eru þessar vistarverur með öllum helstu þægindum. Þá má búast við aukinni vegagerð þar sem selt verður á svæðið allt árið, ekki til veiða allan tíman vitasskuld. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni. Nýi vefurinn er glæsilegur og hefur slóðina http/heidarvatn.org