Laxá átti líflegan endasprett

Einn um meterinn úr Laxá, myndin fengin af FB síðu Big Laxá

Eins og allra síðustu sumur hefðu aðstandendur Laxár í Aðaldal viljað sjá bata en því miður er ekki útlit fyrir því að áin nái sömu tölu og í fyrra sem var 401 lax og lakasta í all mörg ár. Þann 14.9 voru komnir 368 í bók, en þeir stóra sveima þarna enn, svo mikið er víst.

Einn 97 cm á Paddy Boner SRS.

Smá uppfærsla: Þannig birti Big Laxá FB síðan nýverið mynd af Paddy Boner með einn 97 cm sem tók SRS 1,5 tommu, það mun vera flugan sem heitir Paddy Boner, ekki veiðimaðurinn, nafn hans höfum við ekki, og einnig var greint frá holli nú undir lokin sem landaði 41 laxi, þar af slatta yfir 90 cm og einum 103 cm.