Skógá að taka hressilega við sér

Þarna er verið að háfa tólf pundarann.

Það hefur verið vaxandi veiði í Skógá að undanförnu og þeir síðustu sem voru þar að veiðum geta ekki kvartað undan deginum

Ásgeir Arnar Ásmundsson, sem hefur með Skógá að gera útskýrði innsenda mynd: „Ágúst Schweitz Eriksson er veiðimaðurinn og hann náði þessum 12 punda. Fiskurinn tók töluvert ofar og strunsaði niður að nokkrum grjótum neðar í ánni og vafði sig þar utanum. Allt hafðist þetta þó að lokum. Þeir félagar settu í 12 laxa á sunnudag og náðu 5 á land. Það var stemming og fiskarnir komu upp úr fjórum mismunandi hyljum. Nú fer aðal tíminn að byrja og spurning hvort göngurnar muni ekki fara stækkandi líkt og áður var á þessum tíma.“