Ekki vildi Ytri síðri vera en Eystri

Einn af ríflega 100 úr Ytri Rangá í gær. Myndin er fengin frá FB síðu "West Rangá"

Ekki vildi Ytri Rangá vera eftirbátur systur sinnar í austri. Ekki höfðum við fyrr sleppt fréttinni af 100 laxa degi þar en okkur barst til eyra að annar eins dagur hafi verið í Ytri Rangá!

Á FB síði Ytri Rangár sem finnst þó ekki undir því nafni, heldur undir heitinu West Rangá, kemur fram að í gær hafi verið fyrsti dagur sumarsins að aflinn færi  í ríflega 100 laxa. Þar eru því ekki síður sterkar göngur en í Eystri og ekkert nema allt gott að segja um það