Fékk 9 punda sjóbleikju!

Eyþór Rúnarsson með bleikjuna tröllvöxnu. Myndin er fengin af FB síðu Eyjafjarðarár.

Óvenju stór sjóbleikja veiddist í Eyjafjarðará í vikunni, 9 punda tröll. Það er helst einmitt Eyjafjarðará sem gefur stærstu bleikjurnar.

Á FB síðu aðstandenda Eyjafjarðarár segir að Eyþór Rúnarsson sem sé ungur og öflugur fluguveiðimaður hafi dottið í lukkupottinn á svæði 5 í Eyjafjarðará í gærkvöldi. Þar segir: „Þá setti hann í heljarinnar bleikju kusu neðarlega á svæðinu.Bleikjan reyndist vera 69cm á lengd og vóg heil 9 pund í háfnum. Eftir myndatöku fékk hún frelsið á ný en hún tók hina gullfallegu Squirmy Wormy flugu. Eyþór og Ívar bróðir hans fengu alls 4 bleikjur á vaktinni og var þessi áberandi stærst.“