Urriðafoss ber af (eins og svo oft áður)

Þjórsá, Urriðafoss
Þetta er augljóslega krefjandi veiðislóð, en gjöful er hún!

Enn á eftir að opna stóran hluta laxveiðiánna, en með einni undantekningu verður aðs egja að byrjuin hefur verið mjög róleg. Laxá í Kjós átti þó betra start en í fyrra og sums staðar hafa menn verið að sjá aukningu í göngum, t.d. í Elliðaánum þar enn er ópnað. En Urriðafoss í Þjórsá ber höfuð og herðar yfir önnur svæði það sem af er.

Þetta má glöggt sjá á vikutölum angling.is sem birti tölur í fyrrakvöld. Hafa ber þó í huga að umræddar ár sem opnað hafa byrjuðu ekki allar á nákvæmlega sama tíma. Eigi að síður er statistíkin í Urriðafossi sú lang besta. Þar var kominn 161 lax á land á aðeins fjórar stangir. Veiði verið nokkuð stöðug og góð.

Þverá/Kjarrá var í öðru sæti með samtals 52 laxa á 14 stangir. Þar hófst veiði heldur seinna á fjr en í Urriðafossi, en hefur þó verið rólegt. Þar veiddist hins vegar 105 cm hængur í vikunni, sá kom úr þeim rómaða stórlaxastað Klapparfljóti.

Norðurá var með 38 laxa á 8 stangir. Síðan eru Miðfjarðará með 6 laxa á 6 stangir, Laxá í Leirársveit með 6 laxa á fjórar stangir og Blanda er búin að rifa annað augað með 4 laxa á fjórar stangir.