Enn bætir í möguleikana við Þingvallavatn

Þingvallavatn
Þingvallavatn. Mynd Heimir Óskarsson.

Vel hefur veiðst í Þingvallavatni það sem af er vori. Urriðinn verið í aðalhlutverki og margir stórir. Síðustu árin hefur hvert nýja svæðið af öðru verið opnað fyrir almenna sölu. Nú síðast kynnti veida.is land Skálabrekku sem er nett tveggja stanga svæði sem býr yfir miklum möguleikum.

Skálabrekkusvæðið liggur milli Kárastaða og Svörtukletta sem eru við vatnið að norðanverðu. Það liggur sem sagt nærri Öxarárós og býður því upp á góða möguleika á huggulegum ísaldarurriðum rétt eins og hin svæðin tvö.

Þetta svæði hefur ekki verið í almennri sölu til þessa, en þó er nokkur veiðireynsla, sem er góð. Urriðinn er þarna líka og svo skilar bleikjan sér þegar vorar betur.  Eða eins og Kristinn Ingólfsson hjá veida.is segir: „Þetta er flott svæði sem gefur oft mjög góða veiði. Einungis er veitt á flugu og öllum fiski sleppt.“

Þess má geta að dálítill hluti svæðiisins, stór hólmi, er friðaður vegna himbrimaóðals, en sem kunnug er er sambúð himbrima og veiðimanna sjaldnast til útflutnings. Því veldur að himbriminn verpir á blá vatnsbakkanum. Það gerir hann vegna þess að fætur hans eru svo langt aftan á búknum að hann á örðugt um gang. En hann er þeim mun fimari á sundi og á það til að renna í veiðimenn séu þeir of nærgöngulir við hreiðrið. Margar sögur eru til um áræðni og grimmd himbrima við hreiður og sjálfsagt að vera ekkert að storka flugdrekanum.