Óvenju rýrt á opnunardegi Fitjaflóðs

Arnar Óskarsson með einn flottan úr Flóðinu í gær.

Grenlækur, nánar tiltekið Flíð, svæði 4, var opnað í gær. Um það sáu framámenn úr SVFK eins og oft áður. Oft er óhemjulegt mok þarna fyrstu daganna, en nú hvað við annan tón.

Óskar Færseth lýsti opnunardeginum: „Lækurinn opnaði í gær 7 maí og var sett í ca 30 birtinga og fannst mönnum vera frekar lítið af fiski miđađ viđ undanfarin ár, en sennilega er hann farin til sjávar“. Vel má það vera rétt upp að vissu marki hjá Óskari, tíðin hefur verið góð og vísbendingar víða þess efnis að fiskurinn s´að færa sig neðar. Samt er víða talsevrt af honum enn ofr í kerfunum. Þannig að hér er ráðgáta.